Söfnun!

Ég heiti María og ætla að segja ykkur frá vinkonu minni Soffíu sem gengur í gegnum erfitt tímabil þessa dagana.
 
Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónvsiðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim heilu og höldnu.Eftir langan akstur. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt,gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar. Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku. og kom í ljós að um æxli væri að ræða. Aðeins viku eftir greiningu gekkst soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu. Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni, Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana, Soffía á 3 börn, 21. ára dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn. Soffía sem er og verður óvinnufær um óákveðinn tíma, Þar sem íbúð hennar er hluti af launum hennar í starfi sínu sem húsvörður og stendur fjölskyldan frammi fyrir húsnæðis og fjárhagsáhyggjum. Soffía er enn á spítala og verður þar um óákveðinn tíma

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir

 

Reikningsnúmer: 0140-05-14321

kennitala: 161069-3619

 


Sólardagur

Jæja þá er hún María byrjuð að blogga, og að sjálfsögðu í sólskinsskapi í góða veðrinu.sol

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband